Kökusmakk fyrir fermingar og fleiri viðburði

Heil og sæl
Þá er komið að árlega kökusmakkdeginum :) Miðvikudaginn 15. mars frá klukkan 17:00-18:30
Ertu að fara að ferma, skíra, halda upp á afmæli eða vantar köku fyrir annað tilefni á þessu ári, þá er þetta eitthvað fyrir þig!
Þið munuð sjá ýmsar nýjar útfærslur af kökum og getið smakkað þær fyllingar sem í boði eru hjá okkur.
Fermingartertur eru alltaf á 15% afslætti í Geirabakarí. En 15% afsláttur verður veittur af öllum þeim tertum sem pantaðar eru þennan dag sama hvenær árs þið viljið fá þær :)
Hlökkum til að sjá ykkur.
Verslum í heimabyggð!

Geirabakarí ehf

Geirabakarí, Digranesgata 6 , Borgarnes, Vesturland, Ísland