Fjölskyldustund í Geirabakarí - Piparkökuhús

Miðvikudaginn 9. desember frá klukkan 15:00 og frameftir degi ætlum við að koma saman og eiga notalega stund í bakaríinu, Steinar Berg kemur og les upp úr nýju bókinni sinni Trunt Trunt og hver veit nema vinir okkar úr fjöllunum kíki á heimsókn.

Við ætlum að leika okkur við að skreyta piparkökur og búa til okkar eigið piparkökuhús.

Húsin verða lítil og nett og mun eitt piparkökuhús kosta 1.000,- kr, innifalið í því allt efni sem þarf til að líma saman og skreyta húsin. Tilvalið er því að leyfa hverju barni fyrir sig að skreyta sitt eigið piparkökuhús. Mikilvægt að skrá fjölda húsa svo allir fái hús sem vilja fyrir sig og sína til að njóta. 

Hlökkum til að eiga með ykkur notalega stund í bakaríinu okkar. 

Með því að smella á myndina hér að neðan getur þú pantað piparkökuhús.

Geirabakarí ehf

Geirabakarí, Digranesgata 6 , Borgarnes, Vesturland, Ísland