Heil og sæl
Þá er komið að árlega kökusmakkdeginum :) Miðvikudaginn 15. mars frá klukkan 17:00-18:30
Ertu að fara að ferma, skíra, halda upp á afmæli eða vantar köku fyrir annað tilefni á þessu ári, þá er þetta eitthvað fyrir þig!
Þið munuð sjá ýmsar nýjar útfærslur af kökum og getið smakkað þær fyllingar sem í boði eru hjá okkur.
Fermingartertur eru alltaf á 15% afslætti í Geirabakarí. En 15% afsláttur verður veittur af öllum þeim tertum sem pantaðar eru þennan dag sama hvenær árs þið viljið fá þær :)
Hlökkum til að sjá ykkur.
Verslum í heimabyggð!
Hádegistilboð
Þú kaupir smurt brauð og færð kaffi og skyr.is sítrónusælu eða skyr.is með dökku súkkulaði og vanillu í kaupæti. Hádegistilboðið gildir frá 11:00-14:00 á virkum dögum.
Kíktu við hjá okkur, tökum ávallt vel á móti ykkur.
Fjölskyldustund í Geirabakarí - Piparkökuhús
Miðvikudaginn 9. desember frá klukkan 15:00 og frameftir degi ætlum við að koma saman og eiga notalega stund í bakaríinu, Steinar Berg kemur og les upp úr nýju bókinni sinni Trunt Trunt og hver veit nema vinir okkar úr fjöllunum kíki á heimsókn.
Við ætlum að leika okkur við að skreyta piparkökur og búa til okkar eigið piparkökuhús.
Húsin verða lítil og nett og mun eitt piparkökuhús kosta 1.000,- kr, innifalið í því allt efni sem þarf til að líma saman og skreyta húsin. Tilvalið er því að leyfa hverju barni fyrir sig að skreyta sitt eigið piparkökuhús. Mikilvægt að skrá fjölda húsa svo allir fái hús sem vilja fyrir sig og sína til að njóta.
Hlökkum til að eiga með ykkur notalega stund í bakaríinu okkar.
Með því að smella á myndina hér að neðan getur þú pantað piparkökuhús.
Geirabakarí opnar heimasíðu
Papa Johns Pizza
Brjóstarbollan 2015 í Geirabakarí
Styrktarfélagið Göngum saman styrkir rannsóknir á brjóstakrabbameini. Landssamband bakarameistara leggur málefninu lið með sölu á brjóstabollunnar um mæðradagshelgina.
Smurbrauð fyrir alla
Ì dag fòr Erla á kostum í smurinu, hùn smurði 21 tegund af samlokum svo allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Crepes er á sínum stað og grænmetissùpa er í pottinum. Hlökkum til að sjá ykkur.
Kaka ársins 2015
Á eftir byrjum við að selja köku ársins 2015, Bjarni hefur verið á fullu að undirbúa og getum við ekki beðið eftir því að fá að smakka því hún lítur svooooo vel út!! Konudagurinn er á sunnudaginn og ætlum við að vera með tilboð á rúnstykkjum laugardag og sunnudag svo tilvalið er fyrir ykkur eiginmenn,unnustar, sambýlsmenn, kærastar og synir að skutlast í bakaríið um helgina, kaupa rúnstykki og eina köku ársins í eftirrétt, það er bara blanda sem getur ekki klikkað.